Kentár

           meðlimir           myndir           saga           á döfinni           tenglar           bókanir          



Stiklað á stóru

Hljómsveitin Centaur eða Kentár, (Benni, Gummi, Hlöddi, Jonni og Siggi) eins og kvikindið kallast upp okkar ástkæra ylhýra, var stofnuð á tónleikum með Tony Ellis sem haldnir voru í Höllinni sumarið ´82, þar sem menn leiddu saman hesta sína og ákváðu að fara að músísera eitthvað sem vit væri í!! Rokk og ról skildi það vera og það í þyngri kantinum. Upphófust miklar og strangar æfingar í gömlum skúr út á Álftanesi oft á viku og alltaf var húkkað far úr bænum þar sem menn voru ekki komnir með aldur til bílprófs. Einu sinni fengum við meira að segja far með sjálfum forsetanum, henni Viggu okkar, í forsetabílnum og allt. Þótt þungarokkið ætti hug allra meðlima á þessum árum, var blúsinn aldrei langt undan. Menn voru að hlusta á Stones og Who sem höfðu hlustað á Muddy og Johnson svo auðvitað fórum við að finna þessa músík og hlusta og læra. Með mannabreytingum (Benni hætti og Pálmi kom) í bandinu styrktist þessi áhugi á blúsnum í bland við mjög svo metnaðarfullar tónsmíðar sem voru kannski aðeins of flóknar fyrir eigin getu á sínum tíma. Enn urðu breytingar á mannskapnum (Jonni hætti, Einar kom) sem leiddu okkur nær eingöngu í blúsinn, mjög fjölbreyttan samt. Árið ´87 gáfum við síðan út hljómplötuna Blúsdjamm með lögum sem við höfðum spilað meira og minna í tvö ár og þá einna helst á Ölkeldunni, lítill pöbb með stórt hjarta, blessuð sé mynnig hans. Blúsdjammið gekk bara nokkuð vel og við fengum fullt af giggum út á þetta út um allt land, mikið spilað og mikið gaman. En eins og með allt gaman þá tekur það enda, og um vorið ´90 hætti einn meðlimur í bandinu (Siggi) og þar með lauk sögu þess sem blúsbands. Lengi lifir þó í gömlum glæðum, gamall kláði tekur sig upp og menn fara að hringjast á og spá og spekúlera hvort ekki væri nú gaman að hittast í smá nostalgíu-flipp og taka lagið saman. Þetta höfum við svo gert með reglulegu millibili ca. 2-3 á ári í nokkur ár og alltaf jafn gaman allavega hjá flestum því enn og aftur hefur enn einn meðlimur helst úr lestinni (Einsi hætti) og nýir dottið inn (Matti og Tommi). Það hefur gefið okkur hinum auka búst með ferskum straumum í annars lítt starfandi hljómsveit. Alltaf er gaman að spila og við munum örugglega gera það áfram hvort sem einhver vill hlusta eða ekki.

 
Gummi: trommur
Benni: bassi / gítar
Hlöddi: bassi / gítar
Jonni: gítar
Siggi: söngur / munnharpa



Gummi: trommur
Hlöddi: gítar
Jonni: gítar
Siggi: söngur / munnharpa
Tóti: bassi



Gummi: trommur
Hlöddi: bassi
Jonni: gítar
Siggi: söngur / munnharpa



Gummi: trommur
Hlöddi: bassi
Jonni: gítar
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa


Maraþonblús í tvo sólarhringa

 
Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa



Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Hera: söngur
Siggi: söngur / munnharpa



Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Sigga: söngur
Siggi: söngur / munnharpa


Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa


Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Kári: söngur



Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Jói: söngur
Pálmi: píanó


Gummi: trommur
Einar: gítar
Hlöddi: bassi
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa


Gummi: trommur
Hlöddi: bassi
Matti: gítar
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa



Gummi: trommur
Hlöddi: bassi
Matti: gítar
Pálmi: píanó
Siggi: söngur / munnharpa
Tommi: gítar


Centaur

Forsíða